Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Adam Ægir seldur til Víkings Reykjavík
Adam Ægir í sigurleik gegn Þór Akureyri í 5. umferð Lengjudeildarinnar.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 11. ágúst 2020 kl. 14:09

Adam Ægir seldur til Víkings Reykjavík

Knattspyrnudeild Keflavíkur sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem tilkynnt er brottför kantmannsins Adams Ægis Pálssonar úr Lengjudeildarliði Keflavíkur. Adam hefur leikið alla leiki Keflavíkur í deildinni í sumar og skorað í þeim fjögur mörk.

Á Facebook-síður knattspyrnudeildarinnar segi: „Adam Pálsson sem hefur spilað í stöðu vinstri kants undanfarið kveður Keflavík að þessu sinni og gengur til liðs við Víking Reykjavík. Adam kom til liðs við Keflavík 2017 og byrjaði að spila með 2. flokki og vann sig upp hægt og rólega inní meistaraflokk félagsins. Adam var orðinn fastamaður í byrjunarliðinu undir lok seinustu leiktíðar og hefur verið einn besti leikmaður liðsins það sem af er yfirgangandi tímabili.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024