Aðalfundur Knattspyrnudómarafélags Suðurnesja
Aðalfundur Knattspyrnudómarafélags Suðurnesja fer fram í K-húsinu við Hringbraut í Reykjanesbæ mánudaginn 26. apríl og hefst kl. 20:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Félagið var endurvakið í fyrra eftir að starfsemi þess hafði legið niðri í nokkur ár. Formaður KDS er Jóhann Gunnarsson. Knattspyrnudómarar á Suðurnesjum eru hvattir til að fjölmenna á fundinn, þiggja léttar veitingar og taka þátt í að móta starf félagsins.