Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Að komast eða ekki komast.. í undanúrslit.
Mikið mun mæða á Stefan Bonneau og félögum í kvöld
Fimmtudagur 2. apríl 2015 kl. 07:00

Að komast eða ekki komast.. í undanúrslit.

Sumarfrí eða undanúrslit fyrir Njarðvík og Keflavík

Í dag, skírdag, kemur í ljós hvort Suðurnesin komi til með að eiga fulltrúa í undanúrslitum Domino´s deildar karla þegar Njarðvík tekur á móti Stjörnunni og Keflvíkingar sækja Hauka heim. Leikirnir eru oddaleikir liðanna í 8 liða úrslitum og fara þau lið áfram sem vinna sína leiki. 
 
Njarðvík og Stjarnan hafa skipst á að vinna leiki í sínu einvígi sem hefur verið spennandi frá fysta uppkasti og er hefur því verið fleygt á kaffistofum landsins að sorglegt verði að sjá á eftir 
öðru hvoru liðinu enda bæði lið verið að spila frábærlega. Það má því búast við því að Ljónagryfjan titri í kvöld.
 
Keflvíkingar hafa aftur á móti tapað niður 2-­0 forystu sinni gegn Haukum sem freista þess að verða annað liðið í sögu körfuboltans á Íslandi til að koma til baka og sigra þrjá leiki í röð í einvígi eftir að hafa verið 0­2 undir. Kaldhæðnislegt er að Keflavík er eina liðið sem hefur tekist þetta og var það árið 2008 þegar Keflavík kom til baka og sigraði lið ÍR 3­2 í undanúrslitum og fór svo áfram og sópaði út liði Snæfells 3-­0 í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.
 
Leikur Keflavíkur og Hauka hefst kl. 16 í Schenker-höllinni í Hafnarfirði og leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar hefst kl. 19:15 í Ljónagryfjunni í Njarðvík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024