Að duga eða drepast fyrir Njarðvíkinga
Síðast þegar Njarðvík og KR mættust í Ljónagryfjunni varð úr einn svakalegasti leikur á tímabilinu í Domino's deild karla. KR-ingar virtust með pálmann í höndunum þegar þeir voru 24 stigum yfir í þriðja leikhluta,Að en ótrúleg endurkoma Njarðvíkinga færði þeim tveggja stiga sigur þar sem Haukur Helgi skoraði glæsilega sigurkörfu á lokasekúndum.
Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1 KR í vil eftir stórsigur vesturbæinga í síðasta leik. Nú er að duga eða drepast fyrir Njarðvíkinga, en tapi þeir í kvöld þá eru þeir úr leik þetta árið. Sigri þeir hins vegar þá verður oddaleikur í Vesturbænum á föstudag. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í kvöld.