Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Að duga eða drepast fyrir Njarðvík í kvöld!
Mirko Virijevic treður með látum í leik 2 í Njarðvík
Miðvikudagur 15. apríl 2015 kl. 08:00

Að duga eða drepast fyrir Njarðvík í kvöld!

Njarðvíkingar enn ósigraðir á heimavell í úrslitakeppninni

Fjórði leikur UMFN og KR í undanúrslitum Domino´s deildar karla fer fram í Ljónagryfjunni í kvöld.

Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir KR eftir sigur í síðasta leik í sveiflukenndum leik. Njarðvíkingar eru ósigraðir á heimavelli í úrslitakeppninni og ætla sér að halda þeirri staðreynd lifandi í kvöld. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leikurinn hefst kl. 19:15 og opnar miðasalan í Ljónagryfjunni kl. 18 en fastlega er búist við því að seljast muni upp eins og á síðustu heimaleiki Njarðvíkinga svo það er vísast að mæta tímanlega.