Að duga eða drepast fyrir Njarðvík
Örlög Njarðvíkinga í 1. deild karla í knattspyrnu ráðast í kvöld þegar þeir fá Þróttara í heimsókn í síðustu umferðinni.
Fjögur lið geta fallið fyrir lokaleikina, Njarðvík, Stjarnan og Haukar sem hafa 18 stig og Völsungur sem er með 19. Þannig verður Njarðvík að ná minnst einu stigi út úr leiknum og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum, en andstæðingarnir, Þróttur, eru búnir að tryggja sér sæti í úrvalsdeild að ári.
Leikurinn hefst kl. 17.30 á Njarðvíkurvelli
Fjögur lið geta fallið fyrir lokaleikina, Njarðvík, Stjarnan og Haukar sem hafa 18 stig og Völsungur sem er með 19. Þannig verður Njarðvík að ná minnst einu stigi út úr leiknum og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum, en andstæðingarnir, Þróttur, eru búnir að tryggja sér sæti í úrvalsdeild að ári.
Leikurinn hefst kl. 17.30 á Njarðvíkurvelli