Að duga eða drepast
Keflvíkingar verða að sigra í kvöld
Keflavíkurkonur þurfa nauðsynlega á sigri að halda gegn Haukum í kvöld, annars er tímabili þeirra lokið í Domino's deildinni þetta árið. Liðin mætast í Hafnarfirði en Haukar leiða einvígið 2-0. Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sæti í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn.
Keflvíkingar þurfa því nauðsynlega að eiga frábæran leik í kvöld en Haukar hafa reynst harðir í horn að taka með Lele Hardy í fararbroddi. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í Hafnarfirði eins og áður segir.