Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Aalesund á toppi 1. deildar
Mánudagur 24. apríl 2006 kl. 14:39

Aalesund á toppi 1. deildar

Aalesund, lið Haraldar Guðmundssonar í norsku 1. deildinni, trjónir á toppi deildarinnar með 9 stig eftir 3 leiki en liðinu er spáð upp í úrvalsdeild að nýju en Aalesund féll úr úrvalsdeild á síðustu leiktíð.

Aalesund hefur hafið þessa leiktíð af miklum krafti og unnið fyrstu þrjá leikina og í gær mætti liðið Sogndal og hafði þar betur 2:0 á heimavelli. Næsti leikur liðsins er sunnudaginn 30. apríl gegn Moss sem er í 10. sæti deildarinnar.

VF-mynd/ www.aafkbilder.com - Frá leiknum gegn Sogndal í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024