Á toppinn og niður í fjórða sæti
Njarðvíkingar hljóta að hafa fengið í magann í vikunni. Þeir lögðu Snæfell (77-91) og KFÍ (103-76) og skelltu sér á toppinn en töpuðu síðan á þriðjudagskvöld gegn Val Ingimundar, Kristni Friðrikssyni og öðrum Sauðkræklingum 95-75 á þriðjudagskvöld og hröpuðu niður í 4. sæti. „Toppbaráttan er hörð og það má ekkert bregða út af. Við eigum eftir erfiða útileiki gegn KR og Keflavík en ég hef fulla trú á mínum mönnum og markmiðið að ná þeim stóra í lokin” sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Njarðvíkur og landsliðsins. „Mér sýnist á öllu að Haukarnir eigi auðveldustu leikina eftir, svona fyrirfram talið.”