Á þriðja hundrað kylfingar í páskamótum GS
Það voru um 85 kylfingar sem tóku þátt í öðru mótinu á Gull-mótaröð Golfklúbbs Suðurnesja sem lauk í dag á Hólmsvelli í Leiru. Alfreð Brynjar Kristinsson úr GKG lék besta allra í höggleik en hann lék á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Daníel Hilmarsson úr GKG varð annar á 76 höggum undir pari.
Í punktakeppninni var keppni afar jöfn. Svo fór að Sigmundur Guðnason úr GHG sigraði á 36 punktum. Daníel Hilmarsson var á sama punktafjölda en Sigmundur með fleiri punkta á seinni níu holunum.
Úrslit í höggleik:
1. Alfreð Brynjar Kristinsson GKG 73 +1
2. Daníel Hilmarsson GKG 76 +4
3. Helgi Dan Steinsson GL 77 +5
4. Kjartan Einarsson GK 79 +7
5. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS 80 +8
6. Ingunn Einarsdóttir GKG 82 +10
Úrslit í punktakeppni:
1. Sigmundur V Guðnason GHG 36 punktar
2. Daníel Hilmarsson GKG 36
3. Þorvaldur Freyr Friðriksson GK 35
4. Haraldur Örn Pálsson GK 35
5. Hinrik Árni Bóasson GKG 35
6. Ólafur Þorkell Þórisson GHG 35
7. Halldór Magni Þórðarson GOB 35
----
Svipmyndir úr Leirunni í dag.
Heimamenn góðir á skírdag
Á skírdag mættu 130 kylfingar í fyrsta mót ársins á Hólmsvelli í Leiru, á Gull-mótaröðinni hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Hjörleifur Larsen Guðfinnsson úr Keili lék best allra en hann halaði inn alls 40 punktum á hringnum í dag og sigraði í punktakeppninni. Helgi Axel Sigurjónsson úr GVS varð annar og Daníel Hilmarsson úr GKG varð þriðji.
Í höggleiknum var það heimamaðurinn Björgvin Sigmundsson úr GS (sjá mynd) sem lék best en hann lék Hólmsvöll á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Guðni Vignir Sveinsson úr GS varð annar á 74 höggum og Daníel Hilmarsson úr GKG varð þriðji á 75 höggum.
Úrslit í punktakeppni:
1. Hjörleifur Larsen Guðfinnsson GK 40 punktar
2. Helgi Axel Sigurjónsson GVS 39
3. Daníel Hilmarsson GKG 38
4. Guðni Vignir Sveinsson GS 37
5. Ellert Unnar Sigtryggsson GR 37
6. Guðni Friðrik Oddsson GS 36
7. Björgvin Sigmundsson GS 36
Úrslit í höggleik:
1. Björgvin Sigmundsson GS 73 +1
2. Guðni Vignir Sveinsson GS 74 +2
3. Daníel Hilmarsson GKG 75 +3
4.-5. Guðni Friðrik Oddsson GS 76 +4
4.-5. Ari Magnússon GKG 76 +4
6.-7. Rafn Stefán Rafnsson GO 77 +5
6.-7. Grímur Þórisson GÓ 77 +5