Á suðupunkti
Keflvíkingum sækist illa að losna undan Skagagrýlunni en Keflavík varð að lúta í gras á heimavelli í fyrsta sinn á þessari leiktíð, 0-1, gegn ÍA. Keflvíkingar eru í 7. sæti deildarinnar með 7 stig en með sigrinum landaði ÍA sínum fyrstu stigum í deildinni. Guðmundi Mete og Kristjáni Guðmundssyni var vikið frá leiknum þegar örfáar mínútur voru til leiksloka en töluverður hiti hafði þá færst í leikinn.
Meiðslalisti Skagamanna er álíka langur og óskalisti barna yfir jólatímann og náðu þeir ekki að stilla upp sínu sterkasta liði í leiknum. Keflvíkingar komu ákveðnir til leiks og strax á 2. mínútu átti Símun skalla að marki sem Bjarki varði.
Keflvíkingar voru sterkari aðilinn í upphafi leiks en ÍA komst hægt og þétt inn í leikinn og á 22. mínútu skoruðu Skagamenn eina mark leiksins. Þar var Ellert Jón Björnsson á ferðinni en hann gerði markið eftir fyrirgjöf.
Um leið og mark ÍA átti sér stað gerði Kristján þjálfari Keflavíkur eina breytingu á liðinu er hann tók út af Branislav Milicevic og setti inn Geoff Miles.
Sóknaraðgerðir Keflavíkur bundust mikið við vinstri kantinn og reyndu þeir allt of oft langar sendingar fram á Danny Severino en þær voru ekki að gefa það af sér sem Keflvíkingar leituðu eftir. Í kjölfarið datt Símun Samuelsen, á hægri kantinum, úr takt við leikinn sem og megnið af hægri væng Keflavíkur.
Staðan var 1-0 í leikhléi fyrir ÍA og komu Keflvíkingar grimmir til síðari hálfleiks og pressuðu stíft á gestina. Sóknarlotur Keflavíkur áttu í flestum tilfellum farsæla byrjun en þeim lauk yfirleitt í klafsi við varnarmenn ÍA sem spiluðu fastar og fastar með hverri mínútu.
Keflavíkurmark lá lengi í loftinu en þegar áhorfendur, leikmenn og aðrir höfðu gert sér grein fyrir því að Keflavík væri ekki að fara að skora mark, þrátt fyrir að Stefán Víkingabani væri kominn inn á völlinn, þá hófust upp leiðindamál sem geta haft slæmar afleiðingar fyrir Keflavík.
Ágangur Skagamanna var töluverður gegn sóknarmönnum Keflavíkur og að lokum sauð upp úr. Málum lyktaði þannig að Guðmundi Mete, varnarmanni Keflavíkur og Kristjáni Guðmundssyni, þjálfara, var vikið af leikvelli og voru þeir í einu orði sagt brjálaðir. Báðir eiga þeir því von á leikbanni og fyrir brothætta Keflavíkurvörn er fjarvera Guðmundar Keflvíkingum þungbær í næsta leik eða leikjum, fer eftir því hvernig verður dæmt í málinu.
Framganga leikmanna beggja liða í þessu atviki var síður en svo til fyrirmyndar og er engin afsökun að dómari leiksins, Erlendur Eiríksson, hafi misst tökin á leiknum.
Sigur Skagamanna í Keflavík var því staðreynd og ljóst að Keflvíkingum ætlar að reynast það torsótt að lonsa undan tangarhaldi þeirra gulu.
Video: Viðtöl við Jónas Sævarsson og Kristján Guðmundsson
VF-myndir/ Þorgils Jónsson
Meiðslalisti Skagamanna er álíka langur og óskalisti barna yfir jólatímann og náðu þeir ekki að stilla upp sínu sterkasta liði í leiknum. Keflvíkingar komu ákveðnir til leiks og strax á 2. mínútu átti Símun skalla að marki sem Bjarki varði.
Keflvíkingar voru sterkari aðilinn í upphafi leiks en ÍA komst hægt og þétt inn í leikinn og á 22. mínútu skoruðu Skagamenn eina mark leiksins. Þar var Ellert Jón Björnsson á ferðinni en hann gerði markið eftir fyrirgjöf.
Um leið og mark ÍA átti sér stað gerði Kristján þjálfari Keflavíkur eina breytingu á liðinu er hann tók út af Branislav Milicevic og setti inn Geoff Miles.
Sóknaraðgerðir Keflavíkur bundust mikið við vinstri kantinn og reyndu þeir allt of oft langar sendingar fram á Danny Severino en þær voru ekki að gefa það af sér sem Keflvíkingar leituðu eftir. Í kjölfarið datt Símun Samuelsen, á hægri kantinum, úr takt við leikinn sem og megnið af hægri væng Keflavíkur.
Staðan var 1-0 í leikhléi fyrir ÍA og komu Keflvíkingar grimmir til síðari hálfleiks og pressuðu stíft á gestina. Sóknarlotur Keflavíkur áttu í flestum tilfellum farsæla byrjun en þeim lauk yfirleitt í klafsi við varnarmenn ÍA sem spiluðu fastar og fastar með hverri mínútu.
Keflavíkurmark lá lengi í loftinu en þegar áhorfendur, leikmenn og aðrir höfðu gert sér grein fyrir því að Keflavík væri ekki að fara að skora mark, þrátt fyrir að Stefán Víkingabani væri kominn inn á völlinn, þá hófust upp leiðindamál sem geta haft slæmar afleiðingar fyrir Keflavík.
Ágangur Skagamanna var töluverður gegn sóknarmönnum Keflavíkur og að lokum sauð upp úr. Málum lyktaði þannig að Guðmundi Mete, varnarmanni Keflavíkur og Kristjáni Guðmundssyni, þjálfara, var vikið af leikvelli og voru þeir í einu orði sagt brjálaðir. Báðir eiga þeir því von á leikbanni og fyrir brothætta Keflavíkurvörn er fjarvera Guðmundar Keflvíkingum þungbær í næsta leik eða leikjum, fer eftir því hvernig verður dæmt í málinu.
Framganga leikmanna beggja liða í þessu atviki var síður en svo til fyrirmyndar og er engin afsökun að dómari leiksins, Erlendur Eiríksson, hafi misst tökin á leiknum.
Sigur Skagamanna í Keflavík var því staðreynd og ljóst að Keflvíkingum ætlar að reynast það torsótt að lonsa undan tangarhaldi þeirra gulu.
Video: Viðtöl við Jónas Sævarsson og Kristján Guðmundsson
VF-myndir/ Þorgils Jónsson