Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Mánudagur 7. apríl 2003 kl. 09:19

Á móti á sól í stað Birgittu Haukdal

Hljómsveitin Á móti sól mun spila í stað Birgittu Haukdal í kvöld kl. 18:30 fyrir annan leik Keflavíkur og Grindavíkur í úrslitum Intersport-deildarinnar í körfuknattleik sem fram fer á heimavelli Keflvíkinga. Gert hafði verið ráð fyrir að Birgitta Haukdal myndi syngja fyrir Keflvíkinga og Grindvíkinga í Sláturhúsinu en það breyttist á síðustu stundu þegar Birgitta lét þau boð berast að hún væri upptekin við annað. Húsið opnar kl. 18:00 og er miðaverð á leikinn það sama og áður, 800 kr. fyrir 16 ára og eldri en 400 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri.
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hafði lofað tónleikum og ekki vildi hún svíkja það og þá var leitað til hljómsveitarinnar stórskemmtilegu og kröftugu úr Hveragerði, “Á móti sól” og brugðust þeir við með litlum fyrirvara eins og sannir íþróttamenn. Þrír úr hljómsveitinni munu mæta til Keflavíkur og halda “míní” tónleika kl. 18.30 og síðan munu þeir spila aftur í hálfleik. Strákarnir eru öflugir og hressir rokkarar og eiga mörg flott lög í handraðanum. Munu þeir eflaust koma áhorfendum í stuð fyrir leikinn, segir á heimasíðu Keflavíkur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024