Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Á leið í veglegar æfingabúðir
Fimmtudagur 28. júní 2007 kl. 17:00

Á leið í veglegar æfingabúðir

Keflavíkurstúlkur í 8. flokki í körfubolta urðu Íslandsmeistarar þriðja árið í röð nú á síðustu leiktíð og til að skerpa enn betur á hæfileikjum sínum halda þær í dag til Bandaríkjanna þar sem þær verða við æfingabúðir næstu dag.

 

Æfingabúðirnar eru staðsettar við Stroudsburg í Pennsilvaníu þar sem krakkar frá yfir 40 þjóðlöndum munu koma saman. Í búðirnar mæta allar helstu stjörnur Philadelphia 76 ers í NBA deildinni og verða krökkunum innan handar við æfingarnar. Stelpunum langar að koma á framfæri þakklæti til allra sem styrktu þær en þeim var einstaklega vel tekið bæði af fyrirtækjum og einstaklingum.

 

Mynd: Stelpurnar í 8. flokki hjá Keflavík.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024