Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Á leið í landsliðsverkefni
Miðvikudagur 2. júlí 2014 kl. 10:57

Á leið í landsliðsverkefni

Liðsmenn ÍRB áberandi í yngri landsliðum

Sjö sundmenn úr í Sunddeild Keflavíkur og Sunddeild UMFN sem synda undir merkjum Sundráðs ÍRB eru á leið í landsliðsverkefni á næstunni. Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Gunnhildur Björg Baldursdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir og Stefanía Sigurþórsdóttir fara til Kaupmannahafnar 12. – 13. júlí á Norðurlandameistaramót æskunnar, NMÆ. Sunneva Dögg Friðriksdóttir, Þröstur Bjarnason og Íris Ósk Hilmarsdóttir eru á leið á Evrópumeistaramót unglinga í Dordrecht í Hollandi á fimm daga mót frá 9. – 13. júlí. Unglingalandslið Íslands í sundi eru að mestu skipuð sundmönnum ÍRB. Fjórir af sjö sundmönnum sem fara á NMÆ eru frá ÍRB og þrír af þeim fjórum sem fara á EMU eru frá ÍRB. Við óskum öllum velfarnaðar á þessum sterku unglingamótum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024