Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

A-landsliðshópur kvenna klár fyrir Smáþjóðaleikana
Pálína Gunnlaugsdóttir er í liðinu
Fimmtudagur 28. maí 2015 kl. 21:56

A-landsliðshópur kvenna klár fyrir Smáþjóðaleikana

5 Suðurnesjakonur í liðinu

Ívar Ásgrímsson, þjálfari A-landsliðs kvenna hefur tilkynnt hvaða 12 leikmenn verða í liðinu á Smáþjóðaleikunum sem fram fara í byrjun júnímánaðar. Fimm leikmenn sem leika með Suðurnesjaliðum eru í hópnum. Nýráðinn aðalþjálfari meistaraflokks kvennaliðs Keflavíkur, Margrét Sturlaugsdóttir, er einn af aðstoðarþjálfurum liðsins.

Keflvíkingarnir Sara Rún Hinriksdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Ingunn Embla Krístínardóttir hlutu náð fyrir augum þjálfara liðsins sem og Grindvíkingarnir Pálína María Gunnlaugsdóttir og Petrúnella Skúladóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þær Sandra Lind Þrastardóttir og Marín Laufey Davíðsdóttir úr Keflavík voru í æfingahópi landsliðsins en voru ekki valdnar að þessu sinni. María Ben Erlingsdóttir er barnshafandi og gaf ekki kost á sér og Ingibjörg Jakobsdóttir er meidd en báðar leika með Grindavík.

Smáþjóðaleikarnir fara fram í Reykjavík dagana 1.-6. júní.