Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Á höttunum eftir framherja
Föstudagur 2. september 2005 kl. 11:41

Á höttunum eftir framherja

Makedóninn Zlatko Gocevski er væntanlegur til landsins þann 8. september en hann mun leika með Íslandsmeisturum Keflavíkur í körfuknattleik á komandi leiktíð. Zlatko er 23 ára gamall miðherji, 205 cm á hæð og vegur 105 kg.

Von er á bandarískum leikmanni til Keflavíkur á næstunni en fregna er að vænta af þeim málum á næstu dögum. Þó herma heimildir Víkurfrétta að Keflavík sé á höttunum eftir leikmanni í framherjastöðu.

VF-mynd/ Gunnar Einarsson hampar deildarmeistaratitlinum fyrir Keflavík á síðustu leiktíð. Með honum á myndinni eru Nick Bradford, Sverrir Þór Sverrisson og Jón Nordal.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024