Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fimmtudagur 21. febrúar 2002 kl. 22:39

9. flokkur stúlkna í Keflavík taka „áheita-víti“

Á morgun kl. 15:00 munu stelpurnar í 9. flokki Keflavíkur taka vítaskot og fá þær borgað eftir því hve mörg fara ofan í körfuna. Þetta er hluti af söfnunarátaki sem þær eru í þessa daganna en þær eru á leið til Svíþjóðar um páskana að keppa á Scania-Cup.Þannig er mál með vexti að hver og ein á að taka 100 víti og fyrir hvert sem fer ofaní fá þær ákveðna upphæð. Þær hafa undanfarna daga verið að biðja fólk og fyrirtæki um styrki og ræður hver og einn hvað hann gefur mikið á hvert víti. T.d. er hægt að gefa 30 kr á hvert og ef stúlkan hittir úr 10 vítum af 100 fær hún 300 kr. frá viðkomandi.
Áhugasamir geta mætt í íþróttahúsið við Sunnubraut á morgun kl. 15:00 og horft á stelpurnar og/eða jafnvel styrkt þær um fáeinar krónur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024