Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 22. febrúar 2002 kl. 15:32

9. flokkur stúlkna í Keflavík í „áheita-vítum“

Stúlkurnar í 9.flokki í Keflavík eru þessa stundina á æfingu þar sem þær eru að taka 100 vítaskot hver og fá styrk eftir árangri. Þetta er liður í söfnunarátaki þeirra fyrir Scania-Cup.
Kristín Blöndal er þjálfari stelpnanna og sagði hún söfnunina vera á lokastigi. Þær fara út um páskana en mótið sem er í Svíþjóð er eitt sterkasta yngriflokkamót í Evrópu. Þarna hafa mörg lið frá Suðurnesjum spreytt sig, m.a. varð ´81 árgangurinn í Keflavík í 3. sæti mótsins 1995. Þá var Sæmundur Oddsson valinn besti maður mótsins, „Scania-King“
Þess má geta að stelpurna spila við Njarðvík í kvöld kl. 18:00 í bikarkeppni KKÍ og má búast við hörkuleik.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024