Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

8-liða úrslit í Hópbílabikarnum
Laugardagur 16. október 2004 kl. 11:51

8-liða úrslit í Hópbílabikarnum

Búið er að raða niður í 8-liða úrslit í Hópbíla-bikarkeppni karla í körfuknattleik. UMFN mætir Haukum, Keflavík leikur gegn ÍR, Snæfell mætir KR og Grindavík spilar við Skallagrím.

Gert er ráð fyrir að fyrri leikirnir verði spilaðir 31. október en þeir seinni þann 4.-6. nóvember. Í fyrra mættust UMFN og Keflavík í úrslitaviðureign Hópbílabikarsins þar sem Njarðvíkingar fóru með sigur af hólmi.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024