8.flokkur stúlkna í Keflavík í bikarúrslit í 10. flokk
Þær eru aldeilis að gera það gott stelpurnar í 8. flokki stúlkna í körfu í Keflavík því á sl. mánudag komust þær í úrslitaleik bikarsins í 10. flokki með því að sigra Grindavík með einu stigi í æsispennandi leik.Í gær kepptu þær svo við Hauka í undanúrslitum bikarsins í 9. flokk en töpuðu 34:43 eftir framlengdan leik. Þetta var sjöundi leikur stelpnanna á fjórum dögum og voru þær alveg búnar á því í lok leiksins. Stelpurnar hafa allar verið að spila vel og hefur stigaskorið verið að skiptast jafnt á milli þeirra.
Þess má geta að á föstudag verður nágrannaslagur milli Keflavík-A og Njarðvíkur í hinum undanúrslitaleiknum í 9.flokki. Sigurvegarinn í þeim leik mætir Haukum í úrslitum.
Þess má geta að á föstudag verður nágrannaslagur milli Keflavík-A og Njarðvíkur í hinum undanúrslitaleiknum í 9.flokki. Sigurvegarinn í þeim leik mætir Haukum í úrslitum.