8-1 tap á Valsvellinum
				
				Grindavíkurstúlkur lágu kylliflatar fyrir Valsstúlkum á valsvellinum í gærkvöld. Leiknum lauk með 8-1 sigri Vals.
Valsstúlkur komu sterkari inn á í fyrri hálfleik og skoruðu strax á 21. mínútu. Nokkrum mínútum seinna kom annað mark heimamanna en á 35. mínútu náðu Grindvíkingar aðeins að svara fyrir sig þegar Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir skoraði. Það reyndist þó skammgóður vermir og bættu Valsstúlkur einu marki fyrir lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik rataði hvert skotið á fætur öðru inn í mark Grindavíkur. Grindavíkur stúlkur eru nú í 6. sæti Íslandsmótsins með 11 stig, 11 stigum fyrir neðan Blikastúlkur í 1. sæti.
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			Valsstúlkur komu sterkari inn á í fyrri hálfleik og skoruðu strax á 21. mínútu. Nokkrum mínútum seinna kom annað mark heimamanna en á 35. mínútu náðu Grindvíkingar aðeins að svara fyrir sig þegar Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir skoraði. Það reyndist þó skammgóður vermir og bættu Valsstúlkur einu marki fyrir lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik rataði hvert skotið á fætur öðru inn í mark Grindavíkur. Grindavíkur stúlkur eru nú í 6. sæti Íslandsmótsins með 11 stig, 11 stigum fyrir neðan Blikastúlkur í 1. sæti.



 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				