8. flokks æfingar að hefjast
Knattspyrnuæfingar hjá 8. flokki Keflavíkur hefjast fimmtudaginn 5. júní. Skráning fer fram á netfangið [email protected]. Í sumar verður boðið upp á tvö námskeið á tímabilunum 5. júní – 3. júlí (11 æfingar) og 7. júlí – 29. júlí (11 æfingar)
Verð er 7.500 kr. fyrir námskeiðið. Ef bæði námskeið eru sótt er gjaldið fyrir seinna námskeiðið 5.500 kr. Systkinaafsláttur er veittur innan 8. flokks; annað barn greiðir hálft gjald, þriðja barn frítt. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Keflavíkur hér.
Þjálfarar:
Gunnar Magnús Jónsson, íþróttafræðingur
Ragnar Steinarsson, íþróttafræðingur
Arnþór Ingi Guðjónsson
ásamt aðstoð frá unglingum úr vinnuskólanum