700. ÞRIGGJA STIGA KÖRFA GUÐJÓNS SKÚLASONAR
Guðjón Skúlason úr Keflavík náði merkilegum árfanga á ferli sínum í DHL-deildinni í leiknum gegn Skallagrím í gærkvöld, er hann skoraði sína 700. þriggja stiga körfu. Guðjón skoraði tvær þrigga stiga körfur í leiknum og var sú síðari númer 700 en Guðjón skoraði 9 stig í leiknum. Næstir á listanum yfir flestar þriggja stiga körfur eru Teitur Örlygsson UMFN og Valur Ingimundarson, Tindastól. Þeir félagar hafa skorað tæplega 550 þriggja stiga körfur á ferli sínum í deildinni.