70 ára meistari í júdó
Gunnar Örn Guðmundsson verður sjötugur eftir 4 mánuði.
Gunnar Örn Guðmundsson er Njarðvíkurmeistari í júdó í 2014. Hann sigraði á opnu jólamóti deildarinnar sl. föstudag. Gunnar Örn fagnar 70 ára afmæli eftir fjóra mánuði.
Í stuttu samtali við Guðmund Stefán Gunnarsson, son Gunnars Arnar og þjálfara hjá deildinni, sagðist hann ánægður með að reynslan skuli hafa sigrað að þessu sinni.
Í öðru sæti var Ægir Már Baldvinsson, Íslandsmeistari í júdó í sínum flokki og í því þriðja varð Jóna Axel Jónasson, Íslandsmeistari í sínum flokki í jiu jitsu.