Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

7-0 í tveimur Njarðvíkurleikjum
Fimmtudagur 1. júní 2006 kl. 11:34

7-0 í tveimur Njarðvíkurleikjum

Njarðvíkingar virðast vera komnir með Grettistak á Selfyssingum en liðin hafa nú mæst tvívegis með stuttu millibili. Samanlagt hefur Njarðvík unnið viðureignirnar 7-0 en fyrsta leikinn vann Njarðvík 3-0 á Selfossi og svo mættust liðin að nýju á Njarðvíkurvelli í gærkvöldi í VISA bikarkeppninni og höfðu þar betur 4-0.

Heimamenn voru værukærir í upphafi leiks en Selfyssingar voru tilbúnir í slaginn. Markalaust var þó þangað til á 45 mínútu þegar Guðni Erlendsson, leikjahæsti leikmaður Njarðvíkinga, kom heimamönnum yfir, 1-0, úr vítaspyrnu og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Í síðar hálfleik léku Njarðvíkingar á als oddi og gerðu þrjú mörk. Rafn Markús Vilbergsson kom Njarðvíkingum í 2-0 á 58 mínútu og Sverrir Þór Sverrisson gerði þriðja mark Njarðvíkinga á 87 mínútu. Aðeins einni mínútu síðar rak Magnús Ólafsson smiðshöggið 4-0 en Magnús hafði komið inn á völlinn sem varamaður aðeins tveimur mínútum áður.

Njarðvíkingar eru því komnir áfram í fjórðu umferð VISA bikarkeppninnar og geta þar mætt liðum á borð við Þrótt Reykjavík, Þór og KA frá Akureyri og Fram.

VF-myndir/ Þorgils – [email protected]


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024