Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

7. flokkur Njarðvíkur vann í flokki B-liða
Miðvikudagur 6. apríl 2011 kl. 14:04

7. flokkur Njarðvíkur vann í flokki B-liða

7.flokkur drengja b-lið sem lék í 2.deild í vetur varð Íslandsmeistari um helgina en strákarnir unnu öll fjölliðamótin 4 sem þeir tóku þátt í.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Drengirnir höfðu þegar tryggt sér sigurinn eftir þrjú mót þar sem allir leikirnir í vetur telja. Liðið er skipað nokkrum drengjum úr 7.f lokki ásamt sex drengjum úr minnibolta 11ára.

Það voru þó nokkur forföll um helgina vegna veikinda og því vantar á myndina þá Stefán, Daníel, Kristófer og Sigurberg. Þjálfari drengjanna er Sverrir Þór Sverrisson.