Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

7. flokkur Keflavíkurstúlkna Íslandsmeistari
Mánudagur 21. mars 2011 kl. 09:57

7. flokkur Keflavíkurstúlkna Íslandsmeistari

7. flokkur Keflavíkurstúlkna varð um helgina Íslandsmeistarar en keppnin fór fram í Heiðarskóla á laugardaginn og í Toyotahöllinni á sunnudaginn. Stúlkurnar úr Keflavík hafði titil að verja en stúlkurnar hafa landað þessum titli tvisvar áður.

Fyrsti leikur var gegn Hrunamönnum. Liðið spilaði frábæra vörn og allir 14 leikmenn liðsins komu við sögu í leiknum en þær sigruðu 41-9. Næsti leikur var gegn KR þar sem stúlkurnar úr Vesturbænum reyndust ekki mikil fyrirstaða og þrátt fyrir að Keflavíkurliðið hafi oft spilað betur þá sigruðu þær leikinn 37-15.

Á sunnudag var fyrst leikið gegn Njarðvík. Keflavíkurstúlkur voru lengi í gang, brenndu af sniðskotum og skotum af stuttu færi. Þær hristu þó Njarðvíkurliðið af sér og sigruðu leikinn 32-21.

Úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn var gegn Tindastóli þar sem Keflavíkurstúlkur byrjuðu af miklum krafti. Þær spiluðu frábæra vörn og áttu Tindastólsstúlkur í mestu vandræðum með að koma skoti á körfuna. Keflavíkurstúlkur náðu snemma góðri forystu og héldu henni út allan leikinn en lokatölur urðu 52-15 og sýndi stúlkurnar virkilega sýnar bestu hliðar, bæði í vörn og sókn.

Mynd: Stelpurnar eftir verðlaunaafhendingu í gær ásamt þjálfara sínum, Jóni Guðmundssyni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024