Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

7. flokkur drengja Keflavíkur fagnaði silfri á Íslandsmótinu
Miðvikudagur 6. apríl 2011 kl. 09:20

7. flokkur drengja Keflavíkur fagnaði silfri á Íslandsmótinu

Strákarnir í 7. flokki drengja í Keflavík unnu silfur á Íslandsmótinu í körfubolta en lokaumferð Íslandsmóts 7. flokks karla fór fram um síðustu helgi í DHL höllinni í Vesturbænum. Keflavík hefur staðið sig prýðilega í vetur en átt erfitt gegn KR sem hefur ekki tapað leik í tvö ár og gegn Njarðvík.

Þeir sem léku um helgina voru: Geirmundur Eiríksson, Árni Steinn Sigurðsson, Arnór Ingi Ingvason, Atli Brynleifsson, Arnór Elí Guðjónsson, Sigurður Guðlaugsson, Marvin Guðmundsson, Haukur Júlíusson, Brynjar B. Björnsson, Elmar Þórisson, Ísak Ólafsson, Róbert Jónsson og Andri Ingvarsson.

Mynd: Keflavik.is - Gunnar H. Stefánsson, þjálfari 7. flokks drengja, ásamt strákunum eftir mótið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024