Heklan
Heklan

Íþróttir

60 komu á taekwondo æfingu í Vogum
Mánudagur 12. janúar 2015 kl. 14:31

60 komu á taekwondo æfingu í Vogum

Vinsæl íþrótt á Suðurnesjum.

Jón Levy Guðmundsson og Helgi Rafn Guðmundsson taekwondo þjálfarar fóru í grunnskólann í Vogum á dögunum til að kynna íþróttina. Það er skemmst frá því að segja að kynningarnar gengu vonum framar en yfir 60 iðkendur mættu í kjölfarið að prófa æfingu. Taekwondo kynningar eru mjög vinsælar í skólunum en nú í janúar hafa líka Heiðarskóli og Myllubakkaskóli fengið kynningu. Víkurfréttir fengu sendar meðfylgjandi myndir þar sem krakkarnir stilltu sér upp með þjálfurunum. 

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25