6 sundmenn frá ÍRB í landsliðinu í sumar
Tilkynnt hefur verið um þá sundmenn sem munu synda fyrir hönd Íslands í verkefnum sumarsins og eru 6 sundmenn frá ÍRB á meðal þeirra sem unnu sér sæti í liðinu.
Fjórir sundmenn frá ÍRB hafa verið valdir í landsliðið sem mun keppa fyrir hönd Íslands á Smáþjóðaleikunum sem haldnir verða í Reykjavík í júní. Sundmennirnir sem um ræðir eru þau Þröstur Bjarnason, Kristófer Sigurðsson, Karen Mist Arngeirsdóttir og Sunneva Dögg Friðriksdóttir.
Þá mun Eydís Ósk Kolbeinsdóttir synda á Evrópuleikunum í Baku ásamt Sunnevu Dögg Friðriksdóttur. Einnig hefur verið staðfest að Stefanía Sigurþórsdóttir muni keppa á Norðurlandameistaramóti Æskunnar.
Þetta er sannarlega frábær árangur hjá félaginu sem á dögunum vann flest verðlaun allra liða á ÍM50 og ljóst að ekki er skortur á afrekssundfólki á svæðinu.
Við óskum sundmönnunum og ÍRB til hamingju með árangurinn!