6-1 bikarsigur hjá Keflvíkingum
Magnús Sverrir með þrennu
Keflvíkingar áttu ekki í teljandi vandræðum með Hamarsmenn, þegar liðin mættust í 16-liða úrslitum Borgunarbikarins í knattspyrnu í gær. Keflvíkingar unnu 6-1 sigur gegn botnliði 3. deildar þar sem Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði þrennu.
Staðan var 2-0 í hálfleik fyrir heimamenn í Keflavík en fjögur mörk í seinni hálfleik gerðu út um leikinn fyrir úrvalsdeildarliðið. Fyrir utan Magnús þá skorðuðu þeir Andri Fannar Freysson, Theódór Guðni Halldórsson og Einar Orri Einarsson. Nokkrir ungir leikmenn fengu tækifæri hjá Keflvíkingum í leiknum en hér að neðan má sjá byrjunarlið heimamanna.
Sindri Kristinn Ólafsson, Magnús Þórir Matthíasson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Andri Fannar Freysson, Einar Orri Einarsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Unnar Már Unnarsson, Halldór Kristinn Halldórsson, Daníel Gylfason, Theodór Guðni Halldórsson, Ari Steinn Guðmundsson. Varamenn sem komu inn á: Fannar Orri Sævarsson, Leonard Sigurðsson og Frans Elvarsson.