6. flokkur Keflavíkur stóð sig vel á Tungubökkum
Um síðustu helgi lagði 6. flokkur Keflavíkur leið sína í Mosfellsbæ þar sem keppt var í Jako-móti Aftureldingar. Veðrið lék svo sannarlega við ungu knattspyrnusnillingana sem og þá fjölmörgu áhorfendur sem mættu á knattspyrnusvæðið að Tungubökkum. Keflavíkurpiltar stóðu sig með miklum ágætum og B-liðið sigraði t.a.m. í öllum sínum leikjum.
Mótið tókst í alla staði mjög vel og var Mosfellingum til mikils sóma. Piltarnir fóru glaðir í bragði heim með verðlaunapening, vatnsbrúsa, liðsmynd og lítinn fótboltakall!
Myndir frá mótinu eru á heimasíðu Keflavíkur en þær tók Skarphéðinn Njálsson á mótinu.
Slóð inn á frétt Keflavíkur: http://www.keflavik.is/Knattspyrna/Forsida/default.aspx?path=/Controls/8.ascx&C=ConnectionString&Q=Top%203%20News&Groups=2&ID=1171&Prefix=