Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

54 stiga sigur hjá Keflavík
Laugardagur 23. október 2010 kl. 20:32

54 stiga sigur hjá Keflavík

Yfirburðir Keflavíkurstúlkna  voru algjörir þegar lið Fjölnis tók á móti þeim í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í dag. Keflavík sigraði með 54 stiga mun, 93-39.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í Grindavík var meiri spenna þegar heimastúlkur tóku á móti Hamri. Gestirnir sigruðu 81-75. Charmaine Clark gerði 21 stig fyrir Grindavík og Helga Hallgrímsdóttir 19 stig.

Lið Keflavíkur og Hamars eru efst í deildinni og hafa hvorugt tapað í fyrstu fjóru leikjunum. Njarðvík er í þriðja sæti, hefur unnið tvo leiki og tapað einum. Grindavík er í sjötta sæti með einn unnin leik og þrjá tapaða.