500 leikir hjá Gunnari
Gunnar Hafsteinn Stefánsson náði þeim merka áfanga í gær að leika sinn 500 leik fyrir Keflvíkinga í efstu deild í körfuboltanum. Gunnar fékk af tilefninu afhenda viðurkenningu frá Keflvíkingum fyrir leikinn gegn Stjörnunni í gær. Það hefur sjálfsagt ekki skemmt fyrir að Keflvíkingar sigruðu leikinn og knúðu fram oddaleik sem fram fer á fimmtudag í Garðabæ.
VF/Mynd POP