5 stúlkur frá Suðurnesjum í U-16 ára landsliðið
12 manna lið U-16 ára liðs kvenna í körfuknattleik hefur verið valið fyrir Norðurlandamótið sem fram fer í Stokkhólmi dagana 4.-8. maí nk. og eru 5 stúlkur frá Suðurnesjum í liðinu. Fjórar stelpur eru frá Grindavík, þær Alma Garðarsdóttir, Berglind Anna Magnúsdóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir og Íris Sverrisdóttir og ein frá Njarðvík, Margréti Lind Sigurðardóttur.
Mynd af vef UMFG - Íris Sverrisdóttir, ein af fjórum sem valdar voru úr Grindavík.