49 stiga sigur Njarðvíkinga
Ísfirðingar engin fyrirstaða
Njarðvíkingar áttu ekki í neinum erfiðleikum með KFÍ-menn þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni í Domino's deild karla í kvöld. Skemmst er frá því að segja að Njarðvíkingar voru með yfirburði frá upphafi og unnu að lokum 49 stiga sigur, 113-64. Tracey Smith lék sinn fyrsta leik fyrir Njarðvíkinga í kvöld en hann var atkvæðamestur þeirra grænu með 29 stig og 15 fráköst. Kappinn ekki kominn í sitt besta leikform en lofar góðu.
Tölfræðin:
Njarðvík: Tracey Smith Jr. 29/15 fráköst, Logi Gunnarsson 19/7 fráköst, Elvar Már Friðriksson 17/9 stoðsendingar, Ágúst Orrason 16/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 13/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 9, Maciej Stanislav Baginski 7, Friðrik E. Stefánsson 2/4 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 1/5 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 0/4 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Guðnason 0.