48 þátttakendur í krakkaskákmóti
	Fjölmennt var á jólamóti sem Krakkaskák og Samsuð (samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) héldu í Holtaskóla sunnudaginn 13. desember sl. Alls tóku 48 ungmenni þátt. Keppt var í fjórum flokkum 7 – 10 ára og 11 til 16 ára, bæði drengja og stúlknaflokki.
	
	Helstu úrslit urðu sem hér segir;
	Emilía Siggeirsdóttir sigraði í peðaflokki.
	Birta Eiríksdóttir yngriflokkur stúlkna.
	Nadía Arthúrsdóttir eldri flokkur stúlkna.
	Sólon Siguringason yngri flokkur drengja.
	Ólafur Þór Gunnarsson eldri flokkur drengja.
	
	Krakkaskák vill koma á framfæri kæru þökkum til allra styrktaraðila en þeir voru Nettó og Skáksamband Íslands. Skáksambandið gaf vönduð töfl og Nettó gaf mikið af glæsilegum vörum.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				