40 stig Hunters dugðu ekki Njarðvíkingum
Keflavík sigraði Breiðablik, 117-90, á heimavelli í Intersportdeildinni í körfuknattleik í kvöld en staðan í hálfleik var, 57:52. Damon Johnson var stigahæstur hjá Keflavík með 30 stig. Þá töpuðu Njarðvíkingar gegn toppliði KR, 93:86, í ljónagryfjunni eftir að hafa leitt í fyrri hálfleik 43:41. G.J. Hunter skoraði 40 stig fyrir heimamenn en það dugði ekki til og annað tap Narðvíkinga í röð raunin.Eftir 10. umferðina eru KR og Grindavík í efsta sæti með 16 stig en þar á eftir koma Haukar og Keflavík með 14 stig. Njarðvíkingar eru með 12 stig.