40 ár frá fyrsta titli Keflavíkur
Á uppstigningardag verður þess minnst að 40 ár eru liðin frá því að Keflavík varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Þá taka Keflvíkingar á móti KR í sínum fyrsta heimaleik í Landsbankadeildinni, en þessi sömu lið gerðu einmitt jafntefli, 1-1, í síðasta leik mótsins í Njarðvíkum 1964 og nægði það Keflavík til sigurs í mótinu. Gríðarleg stemmning var á vellinum og mættu 5000 manns og er það enn vallarmet hjá Keflavík.
Í upphafi leiksins gegn KR, sem hefst kl. 19.15 þann 20 maí, verða gömlu hetjurnar heiðraðar og áhorfendum gefst tækifæri til að hylla þá. einnig mæta á völlinn KR-ingar sem tóku þátt í leiknum forðum til að samgleðjast okkur Keflvíkingum. Ýmislegt verður gert til að krydda leikinn enn frekar og verður skýrt frá því á heimasíðunni þegar nær leiknum dregur.
Mynd: Högni Gunnlaugsson, fyrirliði Keflavíkur heldur heim með Íslandsmeistaratitilinn