Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

40% alls landsliðsfólks á NM unglinga í körfu frá Suðurnesjum
Allir Suðurnesjakrakkarnir saman komnir eftir mót - mynd:karfan.is
Fimmtudagur 21. maí 2015 kl. 08:30

40% alls landsliðsfólks á NM unglinga í körfu frá Suðurnesjum

5 þjálfarar frá Suðurnesjum

Norðurlandamót unglinga var haldið í Solna í Svíþjóð á dögunum þar sem að U-16 og U-18 lið karla og kvenna öttu kappi við nágrannaþjóðir Íslands auk Eistlands.

Suðurnesin áttu fjölmarga fulltrúa á mótinu eða alls 19 af 48 keppendur úr íslensku liðunum. Það gerir 40% hlutfall sem er frábær árangur og ljóst að framtíðin er skínandi björt í körfuboltanum á Suðurnesjum og greinilegt að öflugt yngriflokka starf er að skila framúrskarandi leikmönnum til yngri landsliðana.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingurinn Þóranna Kika Hodge Carr var valin í úrvalslið U-16 kvenna á mótinu en Þórunn leiddi liðið í stigaskori með 14 stig að meðaltali í leik auk þess að skila 15 framlagsstigum að meðaltali í leik.

Þóranna í leik með U-16 á mótinu - mynd: karfan.is

Auk allra þeirra glæsilegu leikmanna sem kepptu á mótinu voru þjálfarar frá Suðurnesjum einnig áberandi en Einar Árni Jóhannsson þjálfar U-18 lið karla sem hafnaði í 2. sæti, Margrét Sturlaugsdóttir og Atli Júlíusson þjálfa U-16 lið kvenna og Jón Guðmundsson og  Bylgja Sverrisdóttir þjálfa U-18 lið kvenna sem lenti í 3. sæti á mótinu.

Margrét, Bylgja, Jón, Einar og Atli - mynd:karfan.is