4-liða úrslitin í körfunni halda áfram á þriðjudag
				
				Á þriðjudaginn 26. mars verða leiknir leikir nr. tvö í 4-liða úrslitum Epson-deildarinnar í körfubolta. Í Grindavík mæta heimamenn Keflvíkingum sem leiða einvígið 1-0 og í KR-heimilinu mæta Njarðvíkingar  KR-ingum en þeir grænu unnu fyrsta leikinn og leiða því 1-0. Báðir þessir leikir hefjast kl. 20:00.  Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn.
Á miðvikudaginn taka svo KR-stúlkur á móti Keflvíkingum í síðasta leiknum í 4-liða úrslitum 1. deildar kvenna og í þeim ræðst hvaða lið mætir ÍS í úrslitum.
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			Á miðvikudaginn taka svo KR-stúlkur á móti Keflvíkingum í síðasta leiknum í 4-liða úrslitum 1. deildar kvenna og í þeim ræðst hvaða lið mætir ÍS í úrslitum.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				