Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

4. flokkur keppir til úrslita
Föstudagur 13. september 2013 kl. 15:13

4. flokkur keppir til úrslita

Það verður sannkallaður stórleikur á laugardaginn þegar Keflavík og Fjölnir leika um Íslandsmeistaratitilinn í 4. flokki karla í knattspyrnu. Leikurinn verður á Nettó-vellinum kl. 12:00.

Drengirnir hafa staðið sig frábærlega í sumar og urðu m.a. ReyCup-meistarar.  Liðið lék í undanúrslitum Íslandsmótsins um síðustu helgi og vann alla þrjá leiki sína í riðlinum. Keflavík tryggði sér með því sæti í úrslitaleiknum gegn Fjölni sem vann hinn undanúrslitariðilinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þjálfarar 4. flokks eru þeir Jóhann Birnir Guðmundsson og Arngrímur Jóhann Ingimundarson.