4. flokkur Keflavíkurstúlkna sigraði toppslaginn

2-1.
Nokkur taugaspenna var í báðum liðum til að byrja með en fljótlega náðu heimastúlkur góðum tökum á leiknum og skoraði Eva glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu, var staðan þannig í hálfleik. Í seinni hálfleik mistu stelpurnar nokkuð dampinn og gestirnir komust meira inn í leikinn. Um miðjan seinni hálfleik fékk Keflavík aukaspyrnu vel fyrir utan teig og skoraði Eva aftur. Undir lokin þyngdist sókn gestana og bar það loks árangur með marki.
Úrslit leiksins urðu 2-1 fyrir Keflavík.