Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 24. júní 2002 kl. 13:47

4. flokkur Keflavíkurstúlkna á góðu skriði

4. flokkur kvenna í Keflavík hefur lokið þremur leikjum á Íslandsmótinu. Þær hafa leikið mjög vel og unnið alla leikina og eru efstar í B-riðli með 9 stig. Fyrsti leikurinn var gegn Þrótti Reykjavík og sigraði A-liðið 1-3 og B-liðið sigraði 0-3. Annar leikurinn var gegn Reyni Sandgerði þar sem Keflavíkurstúlkur fórum hamförum, A-liðið sigraði 5-1 og B-liðið sigraði 9-2. Á sunnudag sótti A-liðið svo Ægi frá Þorlákshöfn heim þar sem veðrið var hreint út sagt skelfilegt en stúlkurnar létu það ekki hafa áhrif á sig og sigruðu 0-5.

Úrslit og markaskorarar:

A-lið Þróttur R. - Keflavík = 1-3 - Karen Sævarsdóttir með öll mörkin.
B-lið Þróttur R. - Keflavík = 0-3 - Sigrún Guðmundsdóttir 2, Hildur Pálsdóttir 1

A-lið Keflavík - Reynir.S = 5-1 - Karen Sævarsdóttir 2, Helena Rós Þorleifsdóttir 2 og Eva Kristinsdóttir 1
B-lið Keflavík - Reynir.S = 9-2 - Hildur Pálsdóttir 4, Heiða Guðnadóttir 2, Birna Ásgeirsdóttir 1, Rebekka Gísladóttir 1 og Sigrún Guðmundsdóttir 1

Ægir Þ. - Keflavík = 0-5 - Helena Rós Þórólfsdóttir 2 (annað úr víti), Karen Sævarsdóttir 1, Heiða Guðnadóttir og Helga Hauksdóttir 1
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024