Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

35 stiga sigur hjá Keflavík
Sunnudagur 21. október 2012 kl. 22:34

35 stiga sigur hjá Keflavík

Keflavík vann í kvöld öruggan sigur gegn Haukum í 2. umferð í Lengjubikarnum í körfuknattleik karla. Lokatölur..

Keflavík vann í kvöld öruggan sigur gegn Haukum í 2. umferð í Lengjubikarnum í körfuknattleik karla. Lokatölur urðu 105-70 fyrir Keflavík. Þetta er fyrsti sigur vetrarins hjá Keflavík eftir slæma byrjun á tímabilinu.

Keflvíkinga höfðu talsverða yfirburði í leiknum. Michael Graion var stigahæstur í liði Keflavíkur en hann skoraði 23 stig og tók níu fráköst. Kevin Glitner kom næstur með 20 stig og Darrel Lewis var með 15 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík leikur í A-riðli ásamt Haukum, Skallagrími og Grindavík. Tvö síðastnefndu liðin mætast á morgun. Þá mun Njarðvík leika á móti Val í Ljónagryfjunni á morgun.