35 stiga sigur hjá Keflavík
Keflavík vann í kvöld öruggan sigur gegn Haukum í 2. umferð í Lengjubikarnum í körfuknattleik karla. Lokatölur..
Keflavík vann í kvöld öruggan sigur gegn Haukum í 2. umferð í Lengjubikarnum í körfuknattleik karla. Lokatölur urðu 105-70 fyrir Keflavík. Þetta er fyrsti sigur vetrarins hjá Keflavík eftir slæma byrjun á tímabilinu.
Keflvíkinga höfðu talsverða yfirburði í leiknum. Michael Graion var stigahæstur í liði Keflavíkur en hann skoraði 23 stig og tók níu fráköst. Kevin Glitner kom næstur með 20 stig og Darrel Lewis var með 15 stig.
Keflavík leikur í A-riðli ásamt Haukum, Skallagrími og Grindavík. Tvö síðastnefndu liðin mætast á morgun. Þá mun Njarðvík leika á móti Val í Ljónagryfjunni á morgun.