Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

35 stig Winton dugðu ekki Njarðvík
Miðvikudagur 21. febrúar 2018 kl. 22:18

35 stig Winton dugðu ekki Njarðvík

Njarðvík tapaði sínum tuttugasta leik í kvöld í Domino´s-deild kvenna í körfu þegar liðið tók á móti Breiðabliki í Ljónagryfjunni. Lokatölur leiksins voru 66-70 og því naumt tap hjá Njarðvík. Shalonda Winton átti stórleik og skoraði hún 35 stig fyrir Njarðvík, eftir fyrsta leikhluta leiddi Njarðvík 26-9 en Blikar spýttu í lófana í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 16-23 fyrir Breiðablik. Njarðvík var yfir eftir þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta gekk allt upp hjá Breiðablik, vörnin setti í lás og skoraði Breiðabilk 24 stig gegn 7 stigum Njarðvíkur og fóru Blikar heim með sigur.

Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur í kvöld voru; Shalonda R. Winton 35 stig, 20 fráköst og 7 stoðsendingar, Ína María Einarsdóttir með 10 stig, Björk Gunnarsdótir með 9 stig  og 4 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 4 stig og 6 fráköst og  Hrund Skúladóttir 4 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024