32-liða úrslit í Bikarnum
Dregið var í 32 liða úrslitum í Bikarkeppni KSÍ fyrr í dag.
Suðurnesjaliðin fá misjafnlega erfiða leiki, en þó má telja næsta víst að úrvalsdeildarliðin Grindavík og Keflavík komist áfram.
Grindavík mun mæta Selfossi á útivelli og Keflavík fer til Húsavíkur til að leika við Völsung.
Njarðvíkingar leika á útivelli gegn Breiðabliki og fá Blikar þá færi á að ná sér niðri á Njarðvíkingum eftir háðuglega útreið í leik liðanna í 1. deildinni.
Víðir fær aldeilis verðugt verkefni þar sem þeir munu fá meistara KR í heimsókn. Reynir fékk hins vegar heimaleik gegn Þór frá Akureyri.