3.DEILDIN: SÖGULEGUGUR SIGUR ÞRÓTTARA
Þróttarar ráku af sér slyðruorðið og innbyrtu sögulegan 1-0 sigur gegn GG föstudaginn 22. júlí. Sigurinn er sá fyrsti í sögu Þróttara, Vogum, í 3. deild karla en þetta fyrsta tímabilið sem þeir senda lið í 3. deildarkeppnina. Hetja nýliðanna var Jóhann Elíasson. Í sömu viku sigruðu Reynismenn KFS 4-2 í þriggja rauðra spjalda toppslag og Njarðvíkingar Víkinga 5-2. Um síðustu helgi marði Reynir GG 2-1 og Njarðvíkingar stöðvuðu sigurgöngu Þróttara 2-0 í góðviðri í Njarðvíkunum.Annasöm vika í 3. deildinniÁ föstudag mætast Sandgerðingar og Njarðvíkingar í Sandgerði og Þróttarar fá Víkinga í heimsókn. Hefjast báðir leikirnir kl. 19. Klukkan eitt á sunnudag mætast á Grindavíkurvelli GG og þreyttir Vestmannaeyingar úr KFS. Þriðjudaginn 10. ágúst kl. 19 taka Njarðvíkingar á móti GG mönnum og Víkingar á móti Reynismönnum. Lokaslagurinn um efstu sætin í riðlinum ætti að vera orðinn nokkuð ljós að viku liðinni.