Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

3-0 tap í Árbænum
Sunnudagur 11. ágúst 2013 kl. 21:12

3-0 tap í Árbænum

Keflvíkingar gerðu ekki góða ferð í Árbæinn þegar þeir sóttu Fylkismenn heim í Pepsi deild karla í fótbolta. Fylkismenn unnu 3-0 sigur en eitt marka þeirra kom úr vítaspyrnu, sem var að mati áhangenda Keflvíkinga nokkuð umdeild. Tvö mörk Fylkis komu í fyrri háfleik en eitt í þeim síðari. Eftir leikinn eru Keflvíkingar enn í 11. sæti með 10 stig.

Næsti leikur er gegn Valsmönnum næstkomandi sunnudag á Nettóvellinum í Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024