3. flokkur Keflavíkurstúlkna á toppnum
Keflavík er sem stendur í efsta sæti í 3.flokk kvenna(7 í liði) á Faxaflóamótinu en mótinu er ekki lokið. Keflavíkurstúlkur hafa spilað þrjá leiki, unnið tvo og gert eitt jafntefli. Stelpurnar spila við Stjörnuna í kvöld kl. 18:30 á Keflavíkurvelli.Með sigri í kvöld geta stúlkurnar tryggt sér sigur á mótinu.